„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 21:30 Orri Páll Jóhannsson er formaður þingflokks VG. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira