Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á sunnudegi. Serie A, ítalska úrvalsdeildin í knattspyrnu, og NFL eru í fyrirrúmi.
Stöð 2 Sport
- Klukkan 11.20 er viðureign Cagliari og Frosinone í Serie A á dagskrá. Klukkan 13.50 er leikur Monza og Udinese á dagskrá.
- Washington Commanders tekur á móti Philadelphia Eagles í NFL-deildinni klukkan 16.55.
- Klukkan 20.20 er leikur San Francisco 49 ers og Cincinnati Bengals á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 16.45 er NFL Red Zone á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
- Klukkan 09.00 er Aramco Team Series-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni og fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu.
- Klukkan 16.50 er stórleikur Inter og Roma á dagskrá.
- Klukkan 19.35 er komið að leik Ítalíumeistara Napolí og AC Milan.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 17.20 er leikur Valencia og Barca í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.
- Klukkan 19.30 er stórleikur Oklahoma City Thunder og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.
Vodafone Sport
- Klukkan 09.00 er NHL On The Fly á dagskrá.
- Klukkan 12.25 er leikur PSV Eindhoven og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta á dagskrá. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið að gera það gott með Ajax undanfarið þó svo að liðinu gangi skelfilega.
- Klukkan 15.25 er leikur Bayer Leverkusen og Freiburg í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 18.30 er Formúla 1 á dagskrá. Keppnin að þessu sinni fer fram í Mexíkó.
- Klukkan 22.05 er leikur Edmonton Oilers og Calgary Flames í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.