Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 23:30 Kristín Eir Helgadóttir er verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vísir/Arnar Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum. Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kristín Eir ræddi aðstæður á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir húseigendur finna vel fyrir ástandinu en algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Ákveðin upplýsingaóreiða „Við finnum verulega mikið fyrir því. Það kemur inn svona holskefla hjá okkur vikulega, myndi ég segja. Hún mun halda áfram og hún mun aukast verulega mikið. Fólk er áhyggjufullt, það veit ekki hvað það á að gera og það hefur engan stað til að leita upplýsinga til þess að vita hvað það á að gera. Það er rosalega stór hluti af vandamálinu,“ segir Kristín Eir. Hún gagnrýnir það sem hún telur vera ákveðna upplýsingaóreiðu eða -skort hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja. „Við skulum orða þetta þannig að fólk er misupplýst. Það fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á hvaða upplýsingar þú færð. Það eru ekki allir með réttar upplýsingar og þeir sem halda að þeir séu með réttar upplýsingar, þeir eru með rangar upplýsingar. Þannig að viðskiptavinur sem kemur og ætlar að skipta yfir í verðtryggt lán og heldur að hann geti farið aftur yfir í óverðtryggt. Hann fær þær upplýsingar hjá ráðgjafa að hann geti gert það. En fer svo og skrifar undir pappírana og fær þær upplýsingar að hann muni ekki geta gert það, krónu fyrir krónu.“ Lítið hægt að gera Kristín Eir segir að bankarnir verði að samhæfa upplýsingagjöf til starfsmanna. Þetta skipti fólk enda miklu máli, sérstaklega miðað við efnahagsaðstæður. „Það er gríðarlega lítið hægt að gera. Við erum í rauninni bara með þennan eina valkost, að fara yfir í verðtryggð lán, sem er náttúrulega ekkert voðalega góður valkostur. En ef þú stendur frammi fyrir því að þú ert að fara að missa eignina þína þá náttúrulega að sjálfsögðu verðurðu að gera það. Þú verður að færa þig yfir. Þetta er dýrari valkostur, alltaf, en svo vantar líka upp á það að segja fólki að verðtryggðu lánin eru líka á breytilegum vöxtum. Það er ekkert verið að ýta þeim út á föstum vöxtum og þeir eru byrjaðir að hækka vextina á þeim núna.“ Skilaboðin til yfirvalda eru einföld: „Að finna aðrar lausnir. Það þarf ekki bara alltaf að vera bara þessi eina lausn, vera kannski frekar að hugsa um vaxtxagreiðsluþak, eitthvað slíkt, eins og Íslandsbanki var með á sínum tíma. Það þarf ekki allt að vera ómögulegt,“ segir Kristín Eir að lokum.
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira