Fótbolti

Agla María: Spila­mennskan var miklu betri en upp á síð­kastið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agla María í leik kvöldsins.
Agla María í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét

„Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum.

„Við vorum að halda betur í boltann á síðasta þriðjungi og finna fleiri lausnir. Jákvæð frammistaða en klárlega mjög svekkjandi að tapa þessu svona,“ bætti Agla María við en hún lék rúman klukkutíma á hægri væng Íslands sem stillti upp í 4-3-3 leikkerfi að þessu sinni.

„Hefðum helst getað gert betur á síðasta þriðjungi en verðum að taka það jákvæða út úr þessu. Héldum betur í boltann, sem var helsta markmiðið fyrir leik. Getum verið ánægðar með það.“

„Ekki alveg komin þangað, það var fullur fókus á þennan leik. Maður skoðar þetta í kvöld og pælir í þessu sagði,“ Agla María um komandi leiki Íslands í Þjóðadeildinni.

„Völlurinn truflaði ekkert, var frekar stamur ef eitthvað er. Hafði engin úrslitaáhrif,“ sagði Agla María um Laugardalsvöll.

Agla María á ferðinni.Vísir/Hulda Margrét

Næsti leikur er gegn ógnarsterku liði Þýskalands, á Laugardalsvelli, svo það má ekki eyða of miklum tíma í svekkelsi eftir tap kvöldsins.

„Þurfum að gera okkur klárar á morgun. Pressan gekk betur og það gekk betur að halda í boltann. Ef við byggjum ofan á það ætti leikurinn í Þýskalandi að ganga betur. Þurfum að skoða þetta betur en það ætti að vera mikið rúm til bætinga frá síðasta leik (gegn Þýskalandi,“ sagði Agla María að lokum en Þýskaland vann síðasta leik 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×