Taylor Swift orðin milljarðamæringur Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 16:11 Taylor Swift á tónleikum í New Jersey á árinu. Tónleikaferðalagi hennar á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. EPA/SARAH YENESEL Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira