Hitti konuna sem drullaði yfir hana á foreldrafundi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2023 10:02 Kamilla Einarsdóttir er þekkt fyrir að takast á við lífið með jákvæðnina og húmorinn að vopni. Vísir/Vilhelm Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segist ekki nenna lengur að láta allt flakka á samfélagsmiðlum. Hún segir fyndið hve margir haldi að þeir viti allt um hana vegna samfélagsmiðlanotkunar hennar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kamilla er gestur. Kamilla er þekkt fyrir húmor sinn og ræðir eigið hispursleysi á samfélagsmiðlum, en einnig veikindi móður sinnar sem er með ólæknandi krabbamein og hvernig fjölskyldan hefur tekist á við þau með jákvæðnina og Duolingo að vopni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Sumt er ógeðslegt yfirdrull „Ég segi alltaf að ég pæli ekki í þeim,“ segir Kamilla um gagnrýni sem bækur hennar hafi fengið á samfélagsmiðlum líkt og Goodreads. „Það er ekki hægt að taka þessu öllu inn á sig. Ég skoða ekki Goodreads en vinir mínir hafa verið að senda mér þetta, því að sumt er svo ógeðslegt yfirdrull að það er alveg fyndið.“ Kamilla segir gagnrýnina allskonar, sumt sé persónulegra en annað. Hún hafi eitt sinn hitt eina konu sem hafi fundist hún ömurleg á foreldrafundi. Nokkur dæmi um skrif á Goodreads um bækur Kamillu, Kópavogskróniku og Tilfinningar eru fyrir aumingja. „Svo lentum við svona saman á stórum foreldrafundi. Það var fyndið en henni má alveg finnast þetta. Nú lendi ég í veseni á næsta foreldrafundi,“ segir Kamilla hlæjandi. „Nei nei, en ef einhver er að rakka niður verk manns þá bara gera þau það, ég fer ekki að taka því inn á mig. Hún þekkir mig samt ekkert. Mér þætti verra ef það væri einhver nákominn mér, þá þyrfti ég að hlusta og taka mark á því.“ Hætt að deila jafn miklu á samfélagsmiðlum Kamilla er þekkt fyrir húmor sinn og jákvæðni. Hún hefur undanfarin ár verið dugleg að deila reynslusögum úr eigin lífi á samfélagsmiðlum, meðal annars ástarlífinu. Hún fékk enda verðlaun, Rauðu hrafnsfjöðurina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsinguna í bók sinni, Kópavogskrónikan, árið 2019. „Ég var rosa virk á Twitter á tímabili en ég hef dregið mjög mikið úr því. Núna er náttúrulega mjög skrítinn tími í þessum samfélagsmiðlaheimi og maður nennir ekki lengur að láta allt flakka.“ Kamilla segir að sér finnist það fyndið þegar fólk segir við hana að það viti allt um hana, þar sem það sé að fylgja henni á samfélagsmiðlum. Hún segir að það sé ákveðin útgáfa af sér sem hún setji á netið. Er það? „Er það ekki? Þú veist ekkert eitthvað í alvörunni um manneskju þú þú sért að followa hana,“ segir Kamilla sem segir að hún hafi alltaf upplifað sig lokaða að eðlisfari. „Auðvitað er maður það ekki að einhverju leyti, en alvöru líf fólks, að láta eitthvað gossa um fyndna brandara um einhverjar uppáferðir, mér finnst það allt í lagi - en ég er ekkert endilega rosa opin með tilfinningar mínar og eitthvað svona og mér finnst það ekki skipta neinu máli, mér er alveg sama.Við erum öll eitthvað að borða, ríða og fara á klósettið og deyja. Það er ekkert eitthvað merkilegt.“ Innflutt amerísk hugmynd Kamilla er einhleyp. Hún tekur fram að hún hafi verið gríðarlega heppin með maka í gegnum tíðina en segir það frábært að vera einhleyp. „Eigum við ekki að hafa símanúmerið mitt rúllandi undir?“ segir hún hlæjandi. „Mér finnst það frábært og mjög skemmtilegt. Ég mæli líka með því. Ég er ekki á neinum svona dating öppum og mér finnst sambönd mjög skrítin. Mér finnst deit fáránleg hugmynd.“ Kamilla segir það hafa marga kosti í för með sér að vera einhleypur. Vísir/Vilhelm Kamilla segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að finna þann „eina rétta.“ Kannski muni hún hitta viðkomandi en ef ekki þá skiptir það hana engu máli. „Ég á ógeðslega mikið af vinum og það er nóg að gera. Ég held að fólk sé alveg búið að gefast upp á því með mig og hafi enga trú á því að það muni gerast,“ segir Kamilla hlæjandi. Hún segir marga hafa spurt hana hvort þeir ættu að koma henni saman með frænda sínum eða frænku. „Maður er bara eitthvað: „Nei nei, þetta er allt í lagi, ég er bara slök.“ Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Mér finnst þetta bara. Ég held þetta sé bara einhver innflutt amerísk hugmynd.“ Um þennan eina rétta? „Já guð. Það er náttúrulega algjör vitleysa. Hvað þá að sambönd séu eitthvað frábær. Það er líka staðreynd að þú ert búin að margfalda líkurnar á að þú verðir myrtur ef þú ferð í samband, það eru kostir og gallar við þetta.“ Okkur er öllum ýtt út í þetta? Við eigum öll að vera í sambandi? „Já, kannski. En það eru líka alltaf miklu miklu fleiri sem ákveða að vera einir, af því að það hefur bara mjög marga kosti að ráða sér sjálfur.“ Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kamilla er gestur. Kamilla er þekkt fyrir húmor sinn og ræðir eigið hispursleysi á samfélagsmiðlum, en einnig veikindi móður sinnar sem er með ólæknandi krabbamein og hvernig fjölskyldan hefur tekist á við þau með jákvæðnina og Duolingo að vopni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Sumt er ógeðslegt yfirdrull „Ég segi alltaf að ég pæli ekki í þeim,“ segir Kamilla um gagnrýni sem bækur hennar hafi fengið á samfélagsmiðlum líkt og Goodreads. „Það er ekki hægt að taka þessu öllu inn á sig. Ég skoða ekki Goodreads en vinir mínir hafa verið að senda mér þetta, því að sumt er svo ógeðslegt yfirdrull að það er alveg fyndið.“ Kamilla segir gagnrýnina allskonar, sumt sé persónulegra en annað. Hún hafi eitt sinn hitt eina konu sem hafi fundist hún ömurleg á foreldrafundi. Nokkur dæmi um skrif á Goodreads um bækur Kamillu, Kópavogskróniku og Tilfinningar eru fyrir aumingja. „Svo lentum við svona saman á stórum foreldrafundi. Það var fyndið en henni má alveg finnast þetta. Nú lendi ég í veseni á næsta foreldrafundi,“ segir Kamilla hlæjandi. „Nei nei, en ef einhver er að rakka niður verk manns þá bara gera þau það, ég fer ekki að taka því inn á mig. Hún þekkir mig samt ekkert. Mér þætti verra ef það væri einhver nákominn mér, þá þyrfti ég að hlusta og taka mark á því.“ Hætt að deila jafn miklu á samfélagsmiðlum Kamilla er þekkt fyrir húmor sinn og jákvæðni. Hún hefur undanfarin ár verið dugleg að deila reynslusögum úr eigin lífi á samfélagsmiðlum, meðal annars ástarlífinu. Hún fékk enda verðlaun, Rauðu hrafnsfjöðurina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsinguna í bók sinni, Kópavogskrónikan, árið 2019. „Ég var rosa virk á Twitter á tímabili en ég hef dregið mjög mikið úr því. Núna er náttúrulega mjög skrítinn tími í þessum samfélagsmiðlaheimi og maður nennir ekki lengur að láta allt flakka.“ Kamilla segir að sér finnist það fyndið þegar fólk segir við hana að það viti allt um hana, þar sem það sé að fylgja henni á samfélagsmiðlum. Hún segir að það sé ákveðin útgáfa af sér sem hún setji á netið. Er það? „Er það ekki? Þú veist ekkert eitthvað í alvörunni um manneskju þú þú sért að followa hana,“ segir Kamilla sem segir að hún hafi alltaf upplifað sig lokaða að eðlisfari. „Auðvitað er maður það ekki að einhverju leyti, en alvöru líf fólks, að láta eitthvað gossa um fyndna brandara um einhverjar uppáferðir, mér finnst það allt í lagi - en ég er ekkert endilega rosa opin með tilfinningar mínar og eitthvað svona og mér finnst það ekki skipta neinu máli, mér er alveg sama.Við erum öll eitthvað að borða, ríða og fara á klósettið og deyja. Það er ekkert eitthvað merkilegt.“ Innflutt amerísk hugmynd Kamilla er einhleyp. Hún tekur fram að hún hafi verið gríðarlega heppin með maka í gegnum tíðina en segir það frábært að vera einhleyp. „Eigum við ekki að hafa símanúmerið mitt rúllandi undir?“ segir hún hlæjandi. „Mér finnst það frábært og mjög skemmtilegt. Ég mæli líka með því. Ég er ekki á neinum svona dating öppum og mér finnst sambönd mjög skrítin. Mér finnst deit fáránleg hugmynd.“ Kamilla segir það hafa marga kosti í för með sér að vera einhleypur. Vísir/Vilhelm Kamilla segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að finna þann „eina rétta.“ Kannski muni hún hitta viðkomandi en ef ekki þá skiptir það hana engu máli. „Ég á ógeðslega mikið af vinum og það er nóg að gera. Ég held að fólk sé alveg búið að gefast upp á því með mig og hafi enga trú á því að það muni gerast,“ segir Kamilla hlæjandi. Hún segir marga hafa spurt hana hvort þeir ættu að koma henni saman með frænda sínum eða frænku. „Maður er bara eitthvað: „Nei nei, þetta er allt í lagi, ég er bara slök.“ Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Mér finnst þetta bara. Ég held þetta sé bara einhver innflutt amerísk hugmynd.“ Um þennan eina rétta? „Já guð. Það er náttúrulega algjör vitleysa. Hvað þá að sambönd séu eitthvað frábær. Það er líka staðreynd að þú ert búin að margfalda líkurnar á að þú verðir myrtur ef þú ferð í samband, það eru kostir og gallar við þetta.“ Okkur er öllum ýtt út í þetta? Við eigum öll að vera í sambandi? „Já, kannski. En það eru líka alltaf miklu miklu fleiri sem ákveða að vera einir, af því að það hefur bara mjög marga kosti að ráða sér sjálfur.“ Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning