Norvik gerir yfirtökutilboð í nítján milljarða króna félag Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 10:07 Jón Helgi Guðmundsson, oftast kenndur við Byko, er aðaleigandi fjárfestingafélagsins Norvik. Norvik Norvik hefur sent tilkynningu til sænsku Kauphallarinnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði. Tilboðið hljóðar upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. Heildarverðmæti hlutafjár Bergs er því áætlað 1,54 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar um 19,3 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu um tilboðið segir að óháðir stjórnarmeðlimir Bergs styðji tilboðið og mæli með að hluthafar félagsins taki tilboðinu. Tilboðið sé háð fyrirvörum, svo sem um að Norvik eignist níutíu prósent hlut í félaginu og að viðeigandi yfirvöld veiti samþykki fyrir viðskiptunum. Seldu Bergs erlenda starfsemi Þá segir að fyrir tilboðið eigi Norvik tæplega 59 prósent hlut í Bergs og hafi verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Eignarhluturinn hafi komið til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs. Síðan þá hafi Norvik stutt við uppbyggingu félagsins. Stefnt hafi verið á yfirtökur og önnur tækifæri, sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. „Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins. Norvik hefur því komist að þeirri niðurstöðu að tækifærin til að nýta möguleika Bergs til fulls séu meiri í óskráðu umhverfi,“ segir í tilkynningu. Taka félagið af markaði eftir tæplega 40 ára veru þar Bergs samstæðan samanstandi af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Félagið búi að langri reynslu í timburvinnslu með áherslu á sjálfbærni. Starfsemin fari fram í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Póllandi og Bretlandi og um 1.400 manns starfi hjá félaginu. Vörur samstæðunnar séu seldar í um þrjátíu löndum og Bergs hafi verið skráð á Nasdaq Stockholm frá árinu 1984. Norvik er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fjölskyldan er með langa sögu í fjárfestingum þar sem megináherslan hefur verið lögð á timburiðnað, byggingarefni, smásölu og heildsölu, fasteignir og vörustjórnun. Vegferðin hófst árið 1962 með stofnun BYKO. Í dag er BYKO enn í eigu Norvik ásamt fasteignafélaginu Smáragarði og Kambstáli. Norvik er einnig stór hluthafi í íslensku félögunum Kaldalóni og Heimkaup. Erlendis hefur Norvik fjárfest í Bergs og GreenGold, sænsku félagi sem á og rekur skóga í nokkrum löndum Evrópu. Norvik hefur komið að fjöldamörgum verkefnum og fjárfestingum bæði hér heima og erlendis. Kaup og sala fyrirtækja Svíþjóð Byggingariðnaður Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í fréttatilkynningu um tilboðið segir að óháðir stjórnarmeðlimir Bergs styðji tilboðið og mæli með að hluthafar félagsins taki tilboðinu. Tilboðið sé háð fyrirvörum, svo sem um að Norvik eignist níutíu prósent hlut í félaginu og að viðeigandi yfirvöld veiti samþykki fyrir viðskiptunum. Seldu Bergs erlenda starfsemi Þá segir að fyrir tilboðið eigi Norvik tæplega 59 prósent hlut í Bergs og hafi verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Eignarhluturinn hafi komið til í kjölfar sölu Norvik á erlendri starfsemi sinni til Bergs. Síðan þá hafi Norvik stutt við uppbyggingu félagsins. Stefnt hafi verið á yfirtökur og önnur tækifæri, sem fæli í sér að eignarhlutur Norvik í félaginu færi lækkandi. „Sú stefna hefur ekki gengið eftir auk þess sem markaðsaðstæður hafa breyst til verri vegar. Til viðbótar hafa nýlegar aðgerðir, fjárfestingar og verkefni hjá Bergs ekki endurspeglast í skráðu gengi félagsins. Norvik hefur því komist að þeirri niðurstöðu að tækifærin til að nýta möguleika Bergs til fulls séu meiri í óskráðu umhverfi,“ segir í tilkynningu. Taka félagið af markaði eftir tæplega 40 ára veru þar Bergs samstæðan samanstandi af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Félagið búi að langri reynslu í timburvinnslu með áherslu á sjálfbærni. Starfsemin fari fram í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi, Póllandi og Bretlandi og um 1.400 manns starfi hjá félaginu. Vörur samstæðunnar séu seldar í um þrjátíu löndum og Bergs hafi verið skráð á Nasdaq Stockholm frá árinu 1984. Norvik er eignarhaldsfélag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu. Fjölskyldan er með langa sögu í fjárfestingum þar sem megináherslan hefur verið lögð á timburiðnað, byggingarefni, smásölu og heildsölu, fasteignir og vörustjórnun. Vegferðin hófst árið 1962 með stofnun BYKO. Í dag er BYKO enn í eigu Norvik ásamt fasteignafélaginu Smáragarði og Kambstáli. Norvik er einnig stór hluthafi í íslensku félögunum Kaldalóni og Heimkaup. Erlendis hefur Norvik fjárfest í Bergs og GreenGold, sænsku félagi sem á og rekur skóga í nokkrum löndum Evrópu. Norvik hefur komið að fjöldamörgum verkefnum og fjárfestingum bæði hér heima og erlendis.
Kaup og sala fyrirtækja Svíþjóð Byggingariðnaður Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira