„Það er engin framtíð í þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 20:31 Þórólfur Ómar Óskarsson er ungur bóndi. Hann segir ekkert eftir til launagreiðslna þegar búið er að greiða af því sem greiða þarf af. arnar halldórsson Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira