„Það er engin framtíð í þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2023 20:31 Þórólfur Ómar Óskarsson er ungur bóndi. Hann segir ekkert eftir til launagreiðslna þegar búið er að greiða af því sem greiða þarf af. arnar halldórsson Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira
Bændur lýstu yfir þungum áhyggjum af starfsumhverfi þeirra á baráttufundi sem fram fór í dag. Þeir segja stöðuna með þeim hætti að vegna vaxtaumhverfis og álagna geti þeir ekki greitt sér mannsæmandi laun. Sigríður Ólafsdóttir, ungur bóndi segir að laun bænda hafi hækkað um tíu til tólf prósent á síðustu fjórum árum á sama tíma og almenn launavísitala hafi hækkað um 35 prósent. „Það er bara ekki það góð afkoma í þessum greinum að bændur geti yfir höfuð greitt sér mannsæmandi laun út úr þessum greinum,“ segir Sigríður. Sigríður Ólafsdóttir segir launaþróun ekki góða innan greinarinnar.arnar halldórsson Sumir sem eru jafnvel við það að bugast og segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, bóndi og formaður Sambands ungra bænda. Núverandi vaxtastig er gjörsamlega búið að stökkbreyta þeim afborgunum lána að það er ekkert eftir til launagreiðslna, segir Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi. Hann segir að stjórnvöld verði að bregðast við svo flótti verði ekki úr greininni. „Ég er búin að ákveða að hætta ef ekkert verður gert en ég ætla ekkert að fara í þrot. Þá erum við bara að tala um samdrátt í einhver ár og svo hættir maður, það er engin framtíð í þessu.“ Hvernig líður þér með það? „Mig langar það ekki,“ segir Þórólfur. „Fólk er að gefast upp í einhverjum mæli, það bara gerist þegar fólk vinnur myrkranna á milli og vanrækir sjálft sig og alla sína nánustu, þá er það bara það sem gerist. Þetta er ekki flókið,“ segir Steinþór. Steinþór Logi er formaður Sambands ungra bænda.arnar halldórsson Hugsa þurfi fjármögnun upp á nýtt og stoppa götin þar sem fjármagn flæðir úr greininni. Bjóða þurfi bændum upp á annars konar lánaumhverfi en er í dag. „Það myndi hjálpa verulega til að byggja undir landbúnað því í dag er ekki mögulegt að hefja landbúnað. Er nýliðun þá ómöguleg? „Algjörlega, algjörlega.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Byggðamál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira