Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Árni Sæberg skrifar 26. október 2023 13:47 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að öryrkinn, sem ekki er nafngreindur, og ÖBÍ hafi höfðað málið vegna setningar laga um breytingar á almannatryggingalögum, sem bættu nýrri reglu um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Málshöfðendur hafi talið að með lögunum hefði komist á ólögmæt mismunun gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem bryti gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræðisreglu, rétt til aðstoðar og eignarrétt. Mismununin hefði falist í því að TR hefði skert greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt ákvæði laga um félagslega aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna tekna þeirra umfram þá reglu sem var sett um áhrif tekna á útreikning ellilífeyris. Þetta er í daglegu talið kallað krónu á móti krónu skerðing, og hefur verið mikið þrætuepli. Málið á forræði löggjafans Öryrkinn hafi krafist greiðslu vangreiddra bóta og ÖBÍ viðurkenningar á greiðsluskyldu TR fyrir árin 2017 og 2018, en til vara hafi öryrkinn krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Þá hafi öryrkinn og ÖBÍ krafist viðurkenningar á að TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar. Í dómi Hæstaréttar var aðalkröfum beggja málshöfðenda vísað frá héraðsdómi þar sem í þeim fælist krafa um að dómstólar tækju ákvörðun um málefni sem heyrði undir löggjafarvald, andstætt annarri grein stjórnarskrárinnar. Varakröfu öryrkjans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu TR var vísað frá vegna vanreifunar. Ekki ómálefnaleg mismunun Í dóminum segir að við úrlausn um það hvort TR hefði verið óheimilt að skerða greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri til örykjans hafi verið litið til ólíkra forsendna annars vegar að baki ellilífeyri og hins vegar réttar til greiðslu sérstakrar uppbótar sem þáttar í félagslegri aðstoð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. „Var ekki talið ómálefnalegt að markmið og stefna stjórnvalda í málaflokkum þessara hópa væri ekki eins í öllu tilliti en ólíkar reglur hefðu ávallt gilt um áhrif tekna á einstaka bótaflokka ellilífeyris og örorkulífeyris.“ Einnig hefðu mismunandi þarfir og aðstæður á hverjum tíma innan hvors málaflokks gefið tilefni til sjálfstæðra lagabreytinga. Þar sem ekki væri um sambærileg tilvik að ræða væri ekki talið að lögin frá 2016 hefðu leitt til ólögmætrar mismununar sem bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá væri ekki talið að réttur öryrkjans og ÖBÍ samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar eða eignarréttindi samkvæmt ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um þau hefðu verið skert. Því hafi dómur Landsréttar verið staðfestur um sýknu TR af kröfum sem sneru að því.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira