Erlent

Stærsti skjálftinn í nótt 3,6 stig að stærð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftavirknin hefur verið töluverð síðustu sólarhringa á svæðinu.
Skjálftavirknin hefur verið töluverð síðustu sólarhringa á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur verið stöðug í nótt.

Stærsti skjálftinn á svæðinu mældist 3,6 stig. Síðasta sólarhring hafa um 2800 skjálftar mælst. Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni hefur fylgst með gangi mála í nótt og segir að virknin hafi verið stöðug í alla nótt. „Svo hafa komið púlsar með stærri skjálftum og stærsti var þrír komma sex,“ segir Minney. 

Aðspurð hversu margir skjálftarnir hafi verið segist Minney hafa tekið stöðuna klukkan fimm í morgun og að þá hafi 2800 skjálftar verið komnir frá miðnætti í gær, eða í rúman sólarhring. 

Frá miðnætti í nótt hafa nokkrir skjálftanna verið á bilinu tvö til þrjú stig en ekki er búið að fara yfir alla skjálfta næturinnar. „Þetta kemur svona í púlsum í alla nótt, aukin virkni um tíma en svo dettur hún aðeins niður og byrjar svo aftur. Stöðug virkni," segir Minney Sigurðardóttir hjá Veðurstofunni.


Tengdar fréttir

Segir ekkert eld­gos að byrja en hrinan haldi á­fram

Jarð­eðlis­fræðingur segir að skjálfta­hrinan á Reykja­nesi muni að öllum líkindum halda á­fram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eld­gos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðar­bungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær.

Fylgjast vel með en ó­víst hvort kvika færist nær yfir­borðinu

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×