Franska undrið stimplaði sig inn í NBA deildina Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:16 Wembanyama fékk höfðinglegar móttökur fyrir sinn fyrsta NBA leik Vísir/Getty Það ríkti mikil eftirvænting meðal körfuboltaáhugafólks fyrir leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks í 1. umferð NBA deildarinnar í nótt. Um var að ræða fyrsta NBA leik Victor Wembanyama, leikmanns Spurs, sem mikils er ætlast til af í deildinni. Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira