Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2023 23:17 Jonaz Rud Vodder vakti athygli tollgæslunnar sem átti eftir að orsaka það að hann var handtekinn og síðan ákærður. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira