Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna? Trausti Hjálmarsson skrifar 25. október 2023 15:31 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun