Hvað er svona hættulegt við það að segja vopnahlé? Yousef Ingi Tamimi skrifar 25. október 2023 09:01 Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður alltaf augljósara og augljósara að ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að hvetja til vopnahlés. Í staðinn fær Ísrael fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar til að framkvæma þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð á Gaza. Á meðan Ísrael fær sinn stuðning til að fremja þjóðarmorð þá hefur íslenska ríkisstjórnin ákveðið að strá salti í sárin með því einu að auka við fjárhagsaðstoð sína til Palestínu um 90 milljónir. Gjörningur sem virðist hafa þann tilgang einan að hjálpa ráðamönnum að hreinsa samvisku sína vegna stuðnings við þjóðernishreinsanir í Palestínu. Staðreyndin er sú að það sem Palestína þarfnast mest er ekki fjárhagsaðstoð. Palestína þarf stuðning í formi pólitísks þrýstings á ísraelsk yfirvöld til að þau fari að alþjóðalögum, hætti hernámi og viðurkenni frjálst og fullvalda ríki Palestínu. Ísrael þarf að láta af aðskilnaðarstefnu sinni. Palestína þarfnast þess að ríki heimsins taki ábyrgð og standi með mannréttindum og alþjóðalögum í stað þess að loka augunum gagnvart stríðsglæpum Ísraels og morðæði ísraelska hersins. Hingað til hefur verið grafið undan öllum tilraunum Palestínu til að losna undan hernáminu. Þegar Palestínumenn mótmæla friðsamlega eru þeir skotnir af ísraelska hernum. Þegar Palestínumenn hvetja til sniðgöngu á Ísrael þá eru þeir gyðingahatarar. Þegar Palestínumenn setjast að samningaborðinu þá neitar Ísrael að ræða við þá. Þegar Palestína heldur lýðræðisleg kosningu, þá kusu þau rangan flokk. Þegar Palestínumenn beita vopnaðri uppreisn þá eru þeir of ofbeldisfullir. Á meðan sölsar Ísrael undir sig stærra og stærra landsvæði Palestínu. Því má spyrja sig hvaða aðferðum mega Palestínumenn beita til að fá frelsi frá hernáminu? Hvaða aðferð er nógu hentug fyrir íslensku ríkisstjórnina og hin vestrænu ríki? Því hingað til hafa allar tilraunir Palestínumanna til aðlögunar að kröfum hinna vestrænu ríkja skilað sér í auknu arðráni á landi þeirra, ofbeldisfyllra hernámi, aukinni uppbyggingu landræningjabyggða og harðari aðskilnaðarstefnu. Á meðan ríkisstjórnin hunsar voðaverk Ísraels, deyja Palestínumenn. Þúsundir hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins og við erum að verða ónæm fyrir þeim fjölda sem er myrtur með köldu blóði. Í stöðugum fréttaflutningi þar sem fjöldatala látinna eykst fjarlægist staðreyndin að um manneskjur er að ræða en ekki tölur á blaði. Einstaklingar sem jafnvel eiga börn og foreldra, vini og ættingja, áttu drauma um framtíð og von um betra líf. Hingað til hafa fleiri en 5.500 manneskjur verið drepnar á tveim vikum en það samsvarar því að erlent ríki myndi koma til Íslands og einfaldlega þurrka út af kortinu alla íbúa Seltjarnesbæjar eða Vestmannaeyjabæjar. Ísraelar hafa drepið yfir tvö þúsund börn og til að setja þetta áfram í samhengi þá hafa Ísrael drepið því sem samsvarar rúmlega öllum börnum í Seljaskóla, Langholtskóla og Hagaskóla til samans. Það er ómögulegt að setja sig í spor þeirra foreldra sem eru á Gaza svæðinu en reynið að ímynda ykkur ef öll börn í skólum Breiðholts myndu verða drepin í loftárásum erlends ríkis, hvernig myndi ykkur líða? Ágæta ríkisstjórn, Þið eruð samsek með stríðsglæpum. Þið hafið brugðist palestínsku þjóðinni og þar sem þið hafið ekki krafist vopnahlés hafið þið tekið afstöðu með morðæði ísraelska hersins sem hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza. Fyrir utan linnulausar árásir eru yfirvofandi smitsjúkdómafaraldur á Gaza, eitthvað sem mun hafa gera ástandið ennþá verra. Á meðan þið sitjið og hafið hljótt takið þið afstöðu með kúgaranum. Líf Palestínumanna eru einskis virði í ykkar augum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar