„Leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 12:37 Þær Jóna Hlín og Dýrunn munu yfirgefa verslunina klukkan hálf tvö, halda á Arnarhól og taka þátt í samstöðufundi kvennaverkfallsins. Vísir/Sigurjón Tvær konur sem vinna í verslun 66° Norður í Bankastræti segja miður að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfalli í allan dag, en þær fá launað frí hjá vinnuveitanda sínum í tvo tíma, til að mæta á samstöðufund kvennaverkfallsins. Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Þær Dýrunn og Jóna opnuðu verslunina klukkan tíu í morgun. Klukkan hálf tvö fá þær launað frí til hálf fjögur, til að vera viðstaddar samstöðufund kvennaverkfallsins á Arnarhóli sem hefst klukkan tvö og gert er ráð fyrir að standi í um klukkustund. Uppfært kl 15:12: Forstjóri 66° Norður segir í samtali við fréttastofu að málið sé byggt á misskilningi. Nánar má lesa um það hér. Fréttamaður hitti þær í versluninni, þar sem þær stóðu vaktina ásamt einni samstarfskonu til viðbótar. „Það náðist ekki að manna vaktina með karlmönnum þangað til, allavega fram að fundi,“ segir Dýrunn Elín Jósefsdóttir, starfsmaður 66° Norður í Bankastræti. Eru svona fáir karlar að vinna hérna? „Konurnar eru aðeins fleiri, þannig að þetta bitnar svolítið á okkur. Það var ekki hægt að manna þessa vakt, þannig að við þurfum að vera hér ef við viljum fá borgað,“ segir Jóna Hlín Elíasdóttir, annar starfsmaður verslunarinnar. Karlar taka við að fundi loknum Dýrunn og Jóna munu ekki snúa aftur til vinnu eftir fundinn, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í um klukkustund. Verslunin lokar klukkan sex, en eftir klukkan hálf fjögur fá þær ekki greidd laun. Verslunin verður þó opin, og mönnuð körlum eftir fund. „Okkur finnst náttúrulega bara mjög leiðinlegt að geta ekki tekið þátt í öllum deginum en við mætum á fundinn og sýnum samstöðu þar,“ segir Dýrunn. Kósí dagur á Ævintýraborg Áhrif verkfallsins mátti glögglega sjá á leikskólanum Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar voru aðeins tveir karlar að vinna, og engin börn. Jóhann Þór er einn tveggja karla sem mætti til vinnu á Ævintýraborg við Eggertsgötu í dag. Að öðru leyti var leikskólinn tómur. Engar konur og engin börn.Vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera svolítið einmanalegt hérna á leikskólanum. En við strákarnir erum bara búnir að vera að þvo þvott og þrífa glugga og borð og svona. Þetta er búið að vera kósí dagur hjá okkur,“ segir Jóhann Þór Bergþórsson, annar tveggja karla á vakt á Ævintýraborg. Alls vinna þrír karlar á leikskólanum en um tuttugu konur, að sögn Jóhanns. „Það eru engin börn hérna og við gætum ekki tekið á móti þeim, fyrst við erum svona fáir.“ Missir af öflugum konum Á veitingastaðnum Gráa kettinum voru engar konur við störf, þegar fréttastofu bar að garði. Vaktin var þó fullmönnuð körlum. Einn þeirra var Hrafnkell Már. „Ég var kallaður út þannig að það gekk bara ágætlega,“ segir Hrafnkell. En saknið þið ekkert kvennanna? „Jú, það er fullt af öflugum konum að vinna hérna,“ sagði Hrafnkell, sem hafði aðeins stutta stund til að ræða við fréttamann, enda staðurinn stútfullur af gestum og hann hafði því nóg að gera. Hrafnkell Már við störf á Gráa kettinum. Hann hafði ekki mikinn tíma til að rabba við fréttamann í annríkinu inni á staðnum.Vísir/Sigurjón
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Sjá meira
Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24. október 2023 11:08