Of margar konur sem fá ekki stuðning Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2023 11:08 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Vísir/Vilhelm Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja. Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira