Hætti með Britney í textaskilaboðum Boði Logason skrifar 24. október 2023 11:24 Britney Spears og Justin Timberlake voru kærustupar frá 1998 til 2002, eða þar til hann sagði henni óvænt upp með textaskilaboðum. Getty Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Sjá meira
Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Sjá meira