Hættur við að fá gestaþjóna í kvennaverkfalli og biðst afsökunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2023 17:46 Haraldur Þorleifsson, hefur hætt við sérstakan viðburð á Önnu Jónu á morgun. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi veitingahússins Önnu Jónu, er hættur við að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna á morgun í tilefni af kvennaverkfalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023 Kvennaverkfall Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023
Kvennaverkfall Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira