Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2023 13:38 Þetta skjáskot er tekið skömmu eftir að kínversku skipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum. Niðri til vinstri má sjá skemmdir. AP/Sjóher Filippseyja Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. Áhafnir fimm skipa strandgæslu Kína, átta annarra skipa og tveggja skipa frá sjóher Kína reyndu að koma í veg fyrir að filippseysku sjómennirnir kæmust leiðar sinnar á fjórum skipum. Tvö þeirra voru á vegum strandgæslu Filippseyja. Ráðamenn í Kína segja Filippseyingum um að kenna og þeir hafi siglt á skip kínversku strandgæslunnar. Eins og áður segir var verið að flytja birgðir til hermanna sem eru um borð í gömlu og illa förnu herskipi sem siglt var í strand við Second Thomas grynningarnar árið 1999. Var það gert til að reyna að festa tilkall Filippseyja til grynninganna í sessi. Grynningarnar eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja og nærri einhverjum fjölförnustu siglingaleiðum heims. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá Suður-Kínahafi. Fyrri hluti myndefnisins sýnir sjónarhorn filippseyskra sjómanna og svo seinna meir má sjá umfjöllun frá Kína. Stutt er síðan til deilna kom við Scarborough-rif, þar sem Kínverjar hafa reynt að koma í veg fyrir að filippseyskir sjómenn geti stundað veiðar. Scarborough-rif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Sjá einnig: Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Í frétt Reuters segir að yfirvöld í Kína hafi sakað filippseyska sjómenn um að sigla utan í skip kínversku strandgæslunnar og utan í kínverski fiskiskip á svæðinu. Ráðamenn segja áhafnir kínversku skipanna hafa fram fram af fagmennsku og stillingu. Filippseysku skipunum hefði verið siglt inn á kínverskt hafsvæði. Sendiherra Kína í Manila fór í morgun og lagði fram kvörtun yfir því að filippseyskir sjómenn hafi verið í leyfisleysi á hafsvæðinu sem Kínverjar gera tilkall til. Sendiherrann kallaði eftir því að ríkisstjórn Filippseyja hætti að „valda vandræðum“, hætti „ögrunum“ og hætti að reyna að skaða orðspor Kína með röngum ásökunum af þessu tagi. Kínverjar krefjast þess einnig að hið strandaða skip við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Gilberto Teodoro, varnarmálaráðherra Filippseyja, sagi á blaðamannafundi í morgun, eftir fund þjóðaröryggisráðs ríkisins, að Kínverjar hefðu brotið alþjóðalög með framferði þeirra á hafsvæði Filippseyja. Hann sagði að kínverski sendiherrann hefði verið kallaður á teppið í morgun. Teodoro sagði Kínverja ekki hafa heimild eða rétt til að haga sér svona innan efnahagslögsögu Filippseyja. Ferdinand Marcos Jr., situr hér við enda borðsins á þjóðaröryggisráðsfundi í morgun.AP/Forsetaembætti Filippseyja Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur 122 sinnum lagt fram kvörtun vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi. Myndu koma Filppseyjum til varnar Yfirvöld í Bandaríkjunum ítrekuðu í morgun að Bandaríkin myndu verja Filippseyjar í tilfelli árásar, á grundvelli sáttmála frá 1951. Bandaríkjamenn segja að þeir muni koma Filippseyingum til varnar verði ráðist á herskip þeirra eða flugvélar og það eigi við skip strandgæslunnar. „Bandaríkjamenn standa við bakið bandamönnum sínum á Filippseyjum gegn hættulegum og ólöglegum aðgerðum strandgæslu Kína til að koma í veg fyrir birgðaflutninga til Second Thomas-grynninga,“ stóð í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni er Kínverjum kennt um atvikið og tekið fram að Kínverjar hafi brotið alþjóðalög og er vísað í áðurnefndan úrskurð Alþjóðagerðadómsins í Haag um að tilkall Kínverja til Suður-Kínahafs sé ólöglegt. Bandaríkjamenn sigla reglulega herskipum um alþjóðahafsvæði í Suður-Kínahafi, sem hefur reitt ráðamenn í Kína til reiði. Bandaríkjamenn fljúga einnig herþotum um svæðið með því yfirlýsta markmiði að tryggja rétt fólks til að fara um svæðið. Filippseyjar Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44 Reynir að lægja öldurnar í heimsókn til Kína Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár. 18. júní 2023 08:03 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Áhafnir fimm skipa strandgæslu Kína, átta annarra skipa og tveggja skipa frá sjóher Kína reyndu að koma í veg fyrir að filippseysku sjómennirnir kæmust leiðar sinnar á fjórum skipum. Tvö þeirra voru á vegum strandgæslu Filippseyja. Ráðamenn í Kína segja Filippseyingum um að kenna og þeir hafi siglt á skip kínversku strandgæslunnar. Eins og áður segir var verið að flytja birgðir til hermanna sem eru um borð í gömlu og illa förnu herskipi sem siglt var í strand við Second Thomas grynningarnar árið 1999. Var það gert til að reyna að festa tilkall Filippseyja til grynninganna í sessi. Grynningarnar eru innan tvö hundruð sjómílna efnahagslögsögu Filippseyja og nærri einhverjum fjölförnustu siglingaleiðum heims. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá Suður-Kínahafi. Fyrri hluti myndefnisins sýnir sjónarhorn filippseyskra sjómanna og svo seinna meir má sjá umfjöllun frá Kína. Stutt er síðan til deilna kom við Scarborough-rif, þar sem Kínverjar hafa reynt að koma í veg fyrir að filippseyskir sjómenn geti stundað veiðar. Scarborough-rif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Sjá einnig: Fjarlægðu flotgirðingu í Suður-Kínahafi Í frétt Reuters segir að yfirvöld í Kína hafi sakað filippseyska sjómenn um að sigla utan í skip kínversku strandgæslunnar og utan í kínverski fiskiskip á svæðinu. Ráðamenn segja áhafnir kínversku skipanna hafa fram fram af fagmennsku og stillingu. Filippseysku skipunum hefði verið siglt inn á kínverskt hafsvæði. Sendiherra Kína í Manila fór í morgun og lagði fram kvörtun yfir því að filippseyskir sjómenn hafi verið í leyfisleysi á hafsvæðinu sem Kínverjar gera tilkall til. Sendiherrann kallaði eftir því að ríkisstjórn Filippseyja hætti að „valda vandræðum“, hætti „ögrunum“ og hætti að reyna að skaða orðspor Kína með röngum ásökunum af þessu tagi. Kínverjar krefjast þess einnig að hið strandaða skip við Second Thomas-grynningarnar verði dregið á brott. Gilberto Teodoro, varnarmálaráðherra Filippseyja, sagi á blaðamannafundi í morgun, eftir fund þjóðaröryggisráðs ríkisins, að Kínverjar hefðu brotið alþjóðalög með framferði þeirra á hafsvæði Filippseyja. Hann sagði að kínverski sendiherrann hefði verið kallaður á teppið í morgun. Teodoro sagði Kínverja ekki hafa heimild eða rétt til að haga sér svona innan efnahagslögsögu Filippseyja. Ferdinand Marcos Jr., situr hér við enda borðsins á þjóðaröryggisráðsfundi í morgun.AP/Forsetaembætti Filippseyja Ferdinand Marcos Jr., sem varð forseti Filippseyja í fyrra, hefur leitað eftir betri tengslum við Bandaríkin en forveri sinn og reynt að standa í hárinu á Kínverjum. Ríkisstjórn hans hefur 122 sinnum lagt fram kvörtun vegna framferðis Kínverja í Suður-Kínahafi. Myndu koma Filppseyjum til varnar Yfirvöld í Bandaríkjunum ítrekuðu í morgun að Bandaríkin myndu verja Filippseyjar í tilfelli árásar, á grundvelli sáttmála frá 1951. Bandaríkjamenn segja að þeir muni koma Filippseyingum til varnar verði ráðist á herskip þeirra eða flugvélar og það eigi við skip strandgæslunnar. „Bandaríkjamenn standa við bakið bandamönnum sínum á Filippseyjum gegn hættulegum og ólöglegum aðgerðum strandgæslu Kína til að koma í veg fyrir birgðaflutninga til Second Thomas-grynninga,“ stóð í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni er Kínverjum kennt um atvikið og tekið fram að Kínverjar hafi brotið alþjóðalög og er vísað í áðurnefndan úrskurð Alþjóðagerðadómsins í Haag um að tilkall Kínverja til Suður-Kínahafs sé ólöglegt. Bandaríkjamenn sigla reglulega herskipum um alþjóðahafsvæði í Suður-Kínahafi, sem hefur reitt ráðamenn í Kína til reiði. Bandaríkjamenn fljúga einnig herþotum um svæðið með því yfirlýsta markmiði að tryggja rétt fólks til að fara um svæðið.
Filippseyjar Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44 Reynir að lægja öldurnar í heimsókn til Kína Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár. 18. júní 2023 08:03 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44
Reynir að lægja öldurnar í heimsókn til Kína Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár. 18. júní 2023 08:03
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09