Belichick kominn með 300 deildarsigra eftir einkar óvæntan sigur Patriots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 10:01 71 árs og enn í fullu fjöri. EPA-EFE/CJ GUNTHER New England Patriots vann óvæntan sigur í NFL-deildinni um helgina sem þýðir að Bill Belichick, þjálfari liðsins, hefur nú unnið 300 deildarleiki sem þjálfari. Aðeins tveir menn hafa unnið fleiri leiki í sögu NFL-deildarinnar. Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers NFL Tímamót Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers
NFL Tímamót Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira