Belichick kominn með 300 deildarsigra eftir einkar óvæntan sigur Patriots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 10:01 71 árs og enn í fullu fjöri. EPA-EFE/CJ GUNTHER New England Patriots vann óvæntan sigur í NFL-deildinni um helgina sem þýðir að Bill Belichick, þjálfari liðsins, hefur nú unnið 300 deildarleiki sem þjálfari. Aðeins tveir menn hafa unnið fleiri leiki í sögu NFL-deildarinnar. Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers NFL Tímamót Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers
NFL Tímamót Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira