Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 08:34 Maðurinn var sýknaður af héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira