Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í öðrum landshlutum verði hæg breytileg átt í dag og bjartviðri.
Hiti í dag og á morgun verður á bilinu eitt til sjö stig yfir daginn þar sem mildast verður við suðvesturströndina. Kaldara verður í kvöld og nótt og verður hiti þá kringum frostmark. Ráðlegt er að vera á varðbergi gagnvart hálkublettum sem geta myndast.
Á morgun er síðan útlit fyrir hægan vind og bjart veður um allt land.
„Þegar horft er á veðurkort fyrir dagana um og eftir miðja vikuna er ekki að sjá annað en að vikan haldi áfram að vera róleg í veðrinu. Áttin verður austlæg og stundum lítilsháttar úrkoma á austanverðu landinu, en yfirleitt þurrt annars staðar. Langt suður í hafi stefna lægðir til vesturs í áttina að meginlandi Evrópu, þar er útlit fyrir vætu- og vindasama viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Austan 8-13 m/s syðst á landinu um kvöldið og lítilsháttar væta. Hiti 1 til 6 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag: Austan 3-8, en 8-13 við suðurströndina. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig, mildast suðvestanlands.
Á föstudag, laugardag (fyrsti vetrardagur) og sunnudag: Austan- og norðaustanátt og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.