Albert pissaði í sig af hræðslu en stökk samt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:00 Albert Guðmundsson í leik með Genoa liðinu á þessu tímabili. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð að skora þrjú mörk á einu tímabili í Seríu A. Getty/Simone Arveda Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var stóru viðtali í helgarblaði ítalska stórblaðsins Gazzetta dello Sport, Sportweek, um helgina og lýsti þar meðal annars yfir að hann væri ekki hinn dæmigerði Íslendingur. Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér. Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Albert hefur gert mjög flotta hluti með Genoa á þessu tímabili og hefur hrifið marga með leik sínum. Svo mikið að hann er nú orðaður við bestu lið ítölsku deildarinnar. Albert hefur skorað þrjú mörk en hann hefur líka verið mjög duglegur að taka menn á inn á vellinum. Það er bara einn annar leikmaður í Seríu A sem hefur reynt oftar að sóla andstæðinga sína. „Ég er ekki hinn dæmigerði Íslendingur sem er ferkantaður og varkár og passar sig að fara ekki út fyrir línurnar. Ég vil taka áhættu, innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson í upphafi viðtalsins. Albert Guðmundsson fór í sérstaka myndatöku fyrir viðtalið.La Gazzetta dello Sport Hann tók sem dæmi hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína. „Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ sagði Albert og hélt áfram. „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga,“ sagði Albert. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ sagði Albert. Hann lýsir sjálfum sér sem smá af körfuboltamanninum Allen Iverson, smá af argentínska knattspyrnumanninum Paulo Dybala en lykilatriðið sé að hann sé frjáls í því sem hann gerir inn á vellinum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg hjá Gazetta dello Sport en fyrir áhugasama sem kunna ítölsku þá má nálgast það hér.
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira