Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Tuttugu bílfarmar af neyðargögnum, sem hleypt var inn á Gasa eftir langa bið í morgun, duga afar skammt ef binda á enda á martöðina á svæðinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Neyðin ágerist meðal Palestínumanna á meðan Ísraelsmenn búa sig undir enn frekari sókn. Við segjum frá vendingum dagsins fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá verður rætt við barnalækni um bóluefni gegn RS-vírus, sem er helsta ástæða innlagnar ungra barna um alla Evrópu. Fyrstu bóluefnin eru nú langt komin - horfa verði til fleiri þátta en aðeins verðsins þegar ákveðið er hvort börn á Íslandi fái vörn.

Við kynnum okkur einnig umdeildar hugmyndir um breytingu á fjölförnum gatnamótum í Vesturbæ Reykjavíkur, sýnum frá skrautlegri búningasamkeppni smáhunda í Kópavogi og verðum í beinni frá listahátíðinni List án landamæra, þar sem heimsfrægar dragdrottningar með downs stíga á stokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×