Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. október 2023 14:31 Frá ljósa- og flugeldasýningunni sem haldin var í gærkvöldi til að fagna 50 ára afmæli Óperuhússins í Sydney. Húsið verður opið almenningi alla helgina og búist er við að um 40.000 manns skoði húsið. Don Arnold/Getty Images Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. 8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a> Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
8. undur veraldar Það var þann 20. október árið 1973 sem Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu stóð loks fullbúið. Húsið hefur allt frá upphafi verið talið ein fegursta bygging heims og er stundum kölluð 8. undur veraldar. En bygging hússins gekk ekki átakalaust fyrir sig. Fjarri því. Getty Images Hönnuður hússins sá það aldrei fullbyggt Árið 1957 var haldin samkeppni um byggingu óperuhúss í Sydney. Alls bárust 233 tillögur og hlutskarpastur varð tiltölulega óþekktur danskur arkitekt, Jørn Utzon, aðeins 38 ára gamall. Innblástur Utzons að húsinu voru trúarhof Maya og Azteka í Suður-Ameríku. Tveimur árum síðar, árið 1959, hófst bygging hússins. Utzon flutti til Sydney með fjölskyldu sinni til að fylgjast með byggingu hússins, en árið 1966 yfirgaf hann Ástralíu og verkefnið vegna ósamkomulags við áströlsk stjórnvöld. Hann sneri aldrei aftur til Ástralíu og sá því aldrei húsið sem kemur til með að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hann lést árið 2008. Fór langt fram úr öllum áætlunum Byggingartíminn var í upphafi ætlaður 4 ár, en það tók heil 14 ár að byggja húsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7 milljónir Ástralíudala, en það teygðist duglega úr henni og þegar upp var staðið kostaði bygging hússins tæplega 15 sinnum meira, eða 102 milljónir dala. Á gengi dagsins í dag eru það tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Byggingin var sett á heimsminjaskrá Unesco árið 2007. Alls heimsækja um 11 milljónir ferðamanna Óperuhúsið á ári hverju. Í húsinu fara fram um 1.800 viðburðir á ári sem um 1,2 milljónir manna sækja. Og í húsinu starfa rúmlega 8.000 manns. Hér að neðan er hægt að horfa á tilkomumikla ljósa- og flugeldasýningu sem haldin var í gærkvöldi til að fagna afmæli hússins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=KVkSy6uIPqM">watch on YouTube</a>
Ástralía Menning Arkitektúr Tímamót Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira