Veður

Skaplegra veður í vændum

Árni Sæberg skrifar
Milt verður í veðri á næstunni.
Milt verður í veðri á næstunni. Vísir/Vilhelm

Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að spáin í dag hljóði upp á austlæga átt fimm til þrettán metra á sekúndu og dálitla skúri, en bjartviðri á Norðurlandi og rofi til á vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn. Hiti þrjú til níu stig. Hægara í kvöld og kólnar heldur.

Á morgun sé útlit fyrir hæga breytilega átt um allt land, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar skúrir eða él. Hiti núll til sex stig.

Þegar rýnt er í spár lengra fram í tímann virðist eiga að vera aðgerðalítið veður fram eftir næstu viku.

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning með köflum, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-8 m/s og stöku skúr, en að mestu léttskýjað sunnan- og vestantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:

Austlæg átt og bjart með köflum, en dálítil væta af og til á austanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×