Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna Stefán Marteinn skrifar 20. október 2023 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum. „Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira