Framkvæmdastjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verkfallinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 20:58 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita. Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50