Kjartan Atli eftir sögulegan sigur: Ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða Sæbjörn Steinke skrifar 19. október 2023 21:52 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink Álftanes vann í kvöld sögulegan sigur því þetta var fyrsti útisigur liðsins í efstu deild í körfubolta. Leikurinn var liður í þriðju umferð Subway deildarinnar og var Breiðablik andstæðingurinn. Leikurinn var fyrsti útileikur Álftaness í efstu deild og eftir hann ræddi Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 Sport. „Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
„Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira