Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að manninum sé gefið að sök að stunda kynmök við konu gegn hennar vilja á gangstétt.
Hann hafi beitt ofbeldi og ólögmætri nauðung en hún reynt að losa sig frá honum.
Í ákærunni er að finna lýsingar á verknaðinum, en þar er atvikum lýst þannig að maðurinn hafi tekið niður buxur konunnar, og neytt hana til samfara.
Fyrir vikið hafi konan hlotið áverka við leggöng sem blæddi úr.
Konan krefst þriggja milljóna króna í miskabætur frá manninum. Þá krefst ákæruvaldið þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og gert að greiða allan sakarkostnað.