„Hreint út sagt algjör martröð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 09:01 Nik Chamberlain segir afar erfitt að yfirgefa Þrótt eftir sjö ár hjá félaginu. Vísir/Hulda Margrét Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira