„Hreint út sagt algjör martröð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 09:01 Nik Chamberlain segir afar erfitt að yfirgefa Þrótt eftir sjö ár hjá félaginu. Vísir/Hulda Margrét Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira