„Hreint út sagt algjör martröð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 09:01 Nik Chamberlain segir afar erfitt að yfirgefa Þrótt eftir sjö ár hjá félaginu. Vísir/Hulda Margrét Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira