Birta tossalista yfir þá sem ekki virða kvennaverkfall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 12:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins á þriðjudag hyggjast birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Formaður BSRB segir markmiðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt. Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira