Birta tossalista yfir þá sem ekki virða kvennaverkfall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 12:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins á þriðjudag hyggjast birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Formaður BSRB segir markmiðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt. Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira