„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 12:04 Rishi Sunak og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherrar Bretlands og Ísraels. EPA/Simon Walker Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49