Næstfjölmennasta ferðamannasumarið í ár Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2023 11:10 Um níu af hverjum tíu ferðamanna heimsóttu höfuðborgarsvæðið í sumar. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna var næstum sá sami í sumar og metsumarið 2018. Flestir voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Pólverjar. Ferðamenn dvöldu að jafnaði í um 6,8 nætur en Frakkar og Þjóðverjar dvöldu lengst, eða í um 10,9 nætur. Alls komu um 790 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar. Það eru fimmtungi fleiri en í fyrra en sumarið er það næstfjölmennasta frá því mælingar hófust hjá Ferðamálastofu. Mestur fjöldi var árið 2018 og var fjöldinn í ár um 98 prósent af því sem hann var árið 2018 þegar fjöldinn var mestur. Stofnunin spáði í upphafi árs að 2,3 milljónir ferðamanna myndu koma til Íslands á árinu. Í tilkynningu Ferðamálastofu kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið um 300 þúsund og þannig verið langfjölmennastir. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar en þeir voru um 60 þúsund og Pólverjar í þriðja sæti, alls um 52 þúsund. Aðrar fjölmennar þjóðir voru Frakkar, sem voru 40 þúsund, og Bretar sem voru 35 þúsund. Flestir í fríi Langflestir eða um 95 prósent þeirra sem komu voru í fríi á Íslandi í sumar. Um 1,9 prósent voru í heimsókn hjá vinum og ættingjum og um 1,4 prósent í viðskiptatengdum tilgangi. Um 1,8 prósent voru á landinu í annars konar tilgangi. Ferðamenn dvöldu að jafnaði 8,6 nætur á ferðalögum um Ísland í sumar eða jafnmargar nætur og í fyrrasumar. Bandaríkjamenn sem vega þyngst vegna hárrar hlutdeildar, dvöldu að jafnaði 6,9 nætur sumarið 2023, álíka margar og í fyrrasumar. Af tíu fjölmennustu þjóðernunum dvöldu Þjóðverjar og Frakkar lengst eða 10,9 nætur að jafnaði. Þar á eftir komu Spánverjar, Ítalir og Hollendingar með dvalarlengd á bilinu 8,8 til 9,5 gistinætur. Um níu af hverjum tíu heimsóttu höfuðborgarsvæðið, um átta af hverjum tíu Suðurland, um sjö af hverjum tíu Reykjanes, ríflega helmingur Vesturland, tæplega helmingur Norðurland og ríflega fimmtungur Vestfirði. Í tilkynningu Ferðamálastofu er einnig farið ítarlega yfir gistinætur á hótelum og nýtingu herbergja en gistinætur erlendra ferðamanna hafa aldrei mælst svo margar að sumri til. Í heildina voru þær 4,3 milljón talsins sem er 8,6 prósent meira en í fyrra. Milljón gistinætur Íslendinga Um tveimur af hverjum fimm gistinóttum var eytt á hótelum, um 14 prósent á gistiheimilum og tæplega helmingi (46,3 prósent) í annars konar gistingu. Gistinætur útlendinga í skráðri gistingu mældust tæplega 3,3 milljón talsins síðastliðið sumar eða 8,6 prósent fleiri en sumarið 2018 og 11,1 prósent fleiri en sumarið 2019. Aukninguna má að miklu leyti rekja til lengri dvalarlengdar ferðamanna en hún mældist fyrir faraldur. Gistinætur Íslendinga voru í kringum milljón síðastliðið sumar og helst það í hendur við þá þróun sem varð á tímum faraldursins að landsmenn fóru að nýta sér þjónustu gististaða í auknum mæli. Hægt er að kynna sér tölurnar nánar hér á vef Ferðamálastofu. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31. júlí 2023 07:54 Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10. júlí 2023 13:09 Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Alls komu um 790 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar. Það eru fimmtungi fleiri en í fyrra en sumarið er það næstfjölmennasta frá því mælingar hófust hjá Ferðamálastofu. Mestur fjöldi var árið 2018 og var fjöldinn í ár um 98 prósent af því sem hann var árið 2018 þegar fjöldinn var mestur. Stofnunin spáði í upphafi árs að 2,3 milljónir ferðamanna myndu koma til Íslands á árinu. Í tilkynningu Ferðamálastofu kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið um 300 þúsund og þannig verið langfjölmennastir. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar en þeir voru um 60 þúsund og Pólverjar í þriðja sæti, alls um 52 þúsund. Aðrar fjölmennar þjóðir voru Frakkar, sem voru 40 þúsund, og Bretar sem voru 35 þúsund. Flestir í fríi Langflestir eða um 95 prósent þeirra sem komu voru í fríi á Íslandi í sumar. Um 1,9 prósent voru í heimsókn hjá vinum og ættingjum og um 1,4 prósent í viðskiptatengdum tilgangi. Um 1,8 prósent voru á landinu í annars konar tilgangi. Ferðamenn dvöldu að jafnaði 8,6 nætur á ferðalögum um Ísland í sumar eða jafnmargar nætur og í fyrrasumar. Bandaríkjamenn sem vega þyngst vegna hárrar hlutdeildar, dvöldu að jafnaði 6,9 nætur sumarið 2023, álíka margar og í fyrrasumar. Af tíu fjölmennustu þjóðernunum dvöldu Þjóðverjar og Frakkar lengst eða 10,9 nætur að jafnaði. Þar á eftir komu Spánverjar, Ítalir og Hollendingar með dvalarlengd á bilinu 8,8 til 9,5 gistinætur. Um níu af hverjum tíu heimsóttu höfuðborgarsvæðið, um átta af hverjum tíu Suðurland, um sjö af hverjum tíu Reykjanes, ríflega helmingur Vesturland, tæplega helmingur Norðurland og ríflega fimmtungur Vestfirði. Í tilkynningu Ferðamálastofu er einnig farið ítarlega yfir gistinætur á hótelum og nýtingu herbergja en gistinætur erlendra ferðamanna hafa aldrei mælst svo margar að sumri til. Í heildina voru þær 4,3 milljón talsins sem er 8,6 prósent meira en í fyrra. Milljón gistinætur Íslendinga Um tveimur af hverjum fimm gistinóttum var eytt á hótelum, um 14 prósent á gistiheimilum og tæplega helmingi (46,3 prósent) í annars konar gistingu. Gistinætur útlendinga í skráðri gistingu mældust tæplega 3,3 milljón talsins síðastliðið sumar eða 8,6 prósent fleiri en sumarið 2018 og 11,1 prósent fleiri en sumarið 2019. Aukninguna má að miklu leyti rekja til lengri dvalarlengdar ferðamanna en hún mældist fyrir faraldur. Gistinætur Íslendinga voru í kringum milljón síðastliðið sumar og helst það í hendur við þá þróun sem varð á tímum faraldursins að landsmenn fóru að nýta sér þjónustu gististaða í auknum mæli. Hægt er að kynna sér tölurnar nánar hér á vef Ferðamálastofu.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31. júlí 2023 07:54 Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10. júlí 2023 13:09 Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. 31. júlí 2023 07:54
Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10. júlí 2023 13:09
Hætta á að ferðaþjónusta verði verðlögð of hátt og það dragi úr eftirspurn Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu mun almennt ganga vel í ár. Aftur á móti er margt sem mun vinna á móti atvinnugreininni á næsta ári. Hætta er á að þjónustan verði verðlög of hátt sem mun draga úr eftirspurn. Hærri verð má rekja til mikillar verðbólgu, launa- og vaxtahækkana, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins í ítarlegu viðtali við Innherja. 27. maí 2023 09:00