Í þættinum Lokasóknin á Stöð 2 Sport fóru þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgerisson yfir allt það helsta sem gerðist í liðinni umferð.
Fastur liður hjá þeim félögum eru tilþrif vikunnar og þar var af ýmsu að taka.
Meðal annars var sýnt frá frábæru fagni stjörnuútherjans Tyreek Hill sem skoraði snertimark fyrir Miami Dolphins og þá náði leikmaður Detroit Lions frábærri hindrun sem skapaði snertimark fyrir Ljónin en lið Detroit Lions hefur verið að leika frábærlega það sem af er deildakeppninni.
Þá fékk Devante Adams heldur betur að finna fyrir því í leik Las Vegas Raiders og New England Patriots.
Klippuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.