Átján ára gamalt sakamál loks að skýrast: Tvö morð með fimm ára millibili upp á dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 23:53 Hvarf Natalee Holloway hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. AP Nærri tveimur áratugum eftir að hin átján ára Natalee Holloway hvarf sporlaust á eyjunni Aruba í Suður-Ameríku hefur karlmaður sem lengi lá undir grun um aðild að hvarfi hennar játað að hafa orðið henni að bana. Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores. Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Holloway var í útskriftarferð ásamt skólafélögum sínum frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum á eyjunni þegar síðast sást til hennar. Þann 30. maí 2005 sást hún yfirgefa skemmtistað ásamt þremur mönnum, tveimur frá Súrínam og einum Hollendingi, sem nú hefur játað að hafa myrt hana það kvöld. Hinn 36 ára gamli Joran van der Sloot hefur játað fyrir alríkisdómstól að hafa kastað múrsteini í höfuð Holloway og orðið henni þannig að bana. Hann játaði verknaðinn fyrst í hljóðrituðu viðtali við lögmann sinn fyrr í mánuðinum. Þar sagðist hann hafa kastað steininum vegna þess að Holloway hafði neitað að stunda kynlíf með honum. Hann sagði Holloway hafa sparkað í klof hans þegar hann reyndi að strjúka henni kynferðislega á strönd nálægt skemmtistaðnum. Þá hafi hann sparkað í höfuð hennar og lamið hana í höfuðið með múrsteini. Síðan hafi hann ákveðið að ýta henni ofan í sjó. Þá játaði hann að hafa fjárkúgað móður Holloway árið 2010 með því að reyna að selja henni upplýsingar um hvar líkamsleifar Holloway væri að finna fyrir 250 þúsund dollara, eða um 34 milljónir króna. Lík Holloway hefur aldrei fundist en dómstólar í Alabama-ríki úrskurðuðu hana sem látna árið 2012. Van der Sloot hafði tvisvar sinnum verið handtekinn í tengslum við hvarf Holloway en í bæði skiptin verið látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Hann játaði verknaðinn fyrr í mánuðinum sem hluta af samkomulagi við saksóknara í fjárkúgunarmálinu. Játning hans var opinberuð í dag. Tvö morð með fimm ára millibili Van der Sloot afplánar nú 28 ára langan fangelsisdóm fyrir að hafa myrt perúska konu að nafni Stephany Tatiana Flores á hóteli í Lima, höfuðborg Perú, þann 30. maí 2010. Sléttum fimm árum eftir hvarf Holloway. Hann er sagður hafa myrt Flores af sömu ástæðu og hann myrti Holloway, vegna þess að hún vildi ekki sofa hjá honum. Árið 2021 var van der Sloot dæmdur fyrir smygl á kókaíni inn í fangelsið í Perú. Hann hlaut átján ára dóm fyrir, ofan á dóminn fyrir morðið á Flores. Van der Sloot var í dag dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar sem hann kemur til með að afplána í Perú samhliða dómnum fyrir morðið á hinni perúsku Flores.
Erlend sakamál Perú Holland Bandaríkin Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira