Kattakona nefndi nasista í kröfu sinni um bætur frá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2023 15:36 Frá flugvellinum í Minneapolis og St. Paul þar sem konan fékk ekki að fara um borð. Unsplash.com Viðskiptavinur Icelandair sem ætlaði að ferðast með kött yfir Atlantshafið fær engar skaðabætur eftir að hafa verið hafnað að ferðast með dýrið. Viðskiptavinurinn ávarpaði fulltrúa Samgöngustofu sem nasista. Það var í nóvember 2022 sem konan hugðist fljúga með Icelandair frá Minneapolis til Kaupmannahafnar með millilendingu í Keflavík. Konunni var neitað um far með Icelandair þar sem hún var með kött meðferðis en ekki nauðsynleg ferðagögn til að ferðast með dýrið. Konan innritaði sig á réttum tíma en tók í framhaldinu fram að hún væri með hjálpardýr með sér. Hún faldi dýrið undir teppi. Starfsmaður Icelandair bað um að fá að sjá dýrið og gögn frá Matvælastofnun sem ferðalöngum ber að útvega sér fyrir ferðalög með dýr. „Halló nasisti“ Konan vildi ekki sýna köttinn, sagðist ætla að ná í gögnin en fór beint á hliðið. Hún hringdi þó inn til að spyrja um reglur varðandi að ferðast með kött og var tjáð að köttum væri ekki hleypt um borð sem hjálpardýr. Fór svo að henni var meinaður aðgangur um borð og flugvélin fór í loftið án hennar. Hún krafðist bóta og í hönd fóru bréfaskriftir hennar og Icelandair til Samgöngustofu sem kveður upp úrskurði í bótamálum sem þessum. Í svari konunnar til Samgöngustofu hefur hún bréf sitt á orðunum: „Hello Nazi“ eða „Halló nasisti“ upp á íslensku. Í bréfi sínu sagðist hún hafa nefnt dýrið í símtali, látið vita af fötlun sinni og beðið um að dýrinu yrði bætt við bókun. Það væru takmörk á því hversu mikillar pappírsvinnu væri hægt að krefjast af viðskiptavinum við flugbókun. Það hefði verið klúður flugfélagsins að hlusta ekki betur á viðskiptavininn og ganga frá bókun með réttum hætti. Var ekki með leyfi Í áliti Samgöngustofu kemur fram að fyrir liggi að konan gat ekki framvísað nauðsynlegu leyfi frá Matvælastofnun þegar hún vildi fara um borð í flugvélina. Á upplýsingasíðu Icelandair komi fram að óheimilt sé að ferðast með dýr frá Bandaríkjunum til Evrópu með millilendingu í Keflavík án slíks leyfis. Umrædd neitun á fari sé réttmæt í ljós samningsskilamál Icelandair þar sem tiltekið er að það sé á ábyrgð farþega að afla upplýsinga um og hafa meðferðis nauðsynleg ferðaögn, áritanir og ferðaheimildir. Var kröfunni um skaðabætur og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði því hafnað. Tengd skjöl ÚrskurðurSamgöngustofuKötturPDF155KBSækja skjal Icelandair Dýr Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Gæludýr Kettir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Það var í nóvember 2022 sem konan hugðist fljúga með Icelandair frá Minneapolis til Kaupmannahafnar með millilendingu í Keflavík. Konunni var neitað um far með Icelandair þar sem hún var með kött meðferðis en ekki nauðsynleg ferðagögn til að ferðast með dýrið. Konan innritaði sig á réttum tíma en tók í framhaldinu fram að hún væri með hjálpardýr með sér. Hún faldi dýrið undir teppi. Starfsmaður Icelandair bað um að fá að sjá dýrið og gögn frá Matvælastofnun sem ferðalöngum ber að útvega sér fyrir ferðalög með dýr. „Halló nasisti“ Konan vildi ekki sýna köttinn, sagðist ætla að ná í gögnin en fór beint á hliðið. Hún hringdi þó inn til að spyrja um reglur varðandi að ferðast með kött og var tjáð að köttum væri ekki hleypt um borð sem hjálpardýr. Fór svo að henni var meinaður aðgangur um borð og flugvélin fór í loftið án hennar. Hún krafðist bóta og í hönd fóru bréfaskriftir hennar og Icelandair til Samgöngustofu sem kveður upp úrskurði í bótamálum sem þessum. Í svari konunnar til Samgöngustofu hefur hún bréf sitt á orðunum: „Hello Nazi“ eða „Halló nasisti“ upp á íslensku. Í bréfi sínu sagðist hún hafa nefnt dýrið í símtali, látið vita af fötlun sinni og beðið um að dýrinu yrði bætt við bókun. Það væru takmörk á því hversu mikillar pappírsvinnu væri hægt að krefjast af viðskiptavinum við flugbókun. Það hefði verið klúður flugfélagsins að hlusta ekki betur á viðskiptavininn og ganga frá bókun með réttum hætti. Var ekki með leyfi Í áliti Samgöngustofu kemur fram að fyrir liggi að konan gat ekki framvísað nauðsynlegu leyfi frá Matvælastofnun þegar hún vildi fara um borð í flugvélina. Á upplýsingasíðu Icelandair komi fram að óheimilt sé að ferðast með dýr frá Bandaríkjunum til Evrópu með millilendingu í Keflavík án slíks leyfis. Umrædd neitun á fari sé réttmæt í ljós samningsskilamál Icelandair þar sem tiltekið er að það sé á ábyrgð farþega að afla upplýsinga um og hafa meðferðis nauðsynleg ferðaögn, áritanir og ferðaheimildir. Var kröfunni um skaðabætur og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði því hafnað. Tengd skjöl ÚrskurðurSamgöngustofuKötturPDF155KBSækja skjal
Icelandair Dýr Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Gæludýr Kettir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“