Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2023 12:05 Myndskeiðið af löðrungnum vakti mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis. Málið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum sem íslenskum. Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Fulltrúar lögreglu vildu ekki upplýsa á mánudag hvort rætt hefði verið við konuna sem löðrungaði stúlkuna. Stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, ályktaði vegna málsins: „Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla.“ Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Í siðareglum leiðsögumanna segir að leiðsögumaður taki ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og sé á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum. „Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsagnar. Það sé von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér sé um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspegli þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir. „Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar. Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Málið hefur verið til umfjöllunar í breskum miðlum sem íslenskum. Lögreglan á Suðurlandi er með málið á sínu borði. Fulltrúar lögreglu vildu ekki upplýsa á mánudag hvort rætt hefði verið við konuna sem löðrungaði stúlkuna. Stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, ályktaði vegna málsins: „Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla.“ Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Í siðareglum leiðsögumanna segir að leiðsögumaður taki ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og sé á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum. „Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir er formaður Leiðsagnar. Það sé von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér sé um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspegli þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir. „Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður Leiðsagnar.
Ferðamennska á Íslandi Hveragerði Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16. október 2023 14:00