Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 00:03 Í tilkynningu frá lögreglunni í Lundúnum segir að um tuttugu manns hafi verið hanteknir í tengslum við mótmælin í dag. EPA Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. Í frétt Reuters kemur fram að mótmælendurnir hafi hindrað nokkra gesti ráðstefnunnar frá því að komast inn á hótelið þar sem hún var haldin. Þetta er í fjórða skiptið á árinu sem lögregla hefur haft afskipti af eða handtekið Thunberg á mótmælum. Hún var ásamt fleiri aðgerðarsinnum handtekin á mótmælum við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi í janúar. Í febrúar handtók lögregla hana og aðra mótmælendur í Ósló þar sem þau mótmæltu byggingu vindmylla á sögulegu svæði Sama. Í júlí var Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu þegar hún stöðvaði umferð olíuflutningabíla í Malmö mánuði áður. Í myndskeiði má sjá Thunberg bera barmmerki sem á stóð „út með olíukennda peninga“. Í myndskeiðinu má sjá hana bíða rólega meðan lögregluþjónar halda í hana og ræða við hana. Í öðru myndskeiði sést hún inni í lögreglubifreið. Mótmælin voru haldin fyrir utan Intercontinental hótelið í Mayfair-hverfi þar sem ráðstefna á vegum eldsneytisfyrirtækja fór fram. „Heimurinn er að drukkna í jarðefnaeldsneyti. Fólk út um allan heim er að þjást og deyja úr afleiðingum loftslagsvárinnar sem þessi fyrirtæki hafa orsakað,“ sagði Thunberg þegar hún tók til máls á mótmælunum. Loftslagsmál Bretland Svíþjóð England Tengdar fréttir Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Í frétt Reuters kemur fram að mótmælendurnir hafi hindrað nokkra gesti ráðstefnunnar frá því að komast inn á hótelið þar sem hún var haldin. Þetta er í fjórða skiptið á árinu sem lögregla hefur haft afskipti af eða handtekið Thunberg á mótmælum. Hún var ásamt fleiri aðgerðarsinnum handtekin á mótmælum við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi í janúar. Í febrúar handtók lögregla hana og aðra mótmælendur í Ósló þar sem þau mótmæltu byggingu vindmylla á sögulegu svæði Sama. Í júlí var Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu þegar hún stöðvaði umferð olíuflutningabíla í Malmö mánuði áður. Í myndskeiði má sjá Thunberg bera barmmerki sem á stóð „út með olíukennda peninga“. Í myndskeiðinu má sjá hana bíða rólega meðan lögregluþjónar halda í hana og ræða við hana. Í öðru myndskeiði sést hún inni í lögreglubifreið. Mótmælin voru haldin fyrir utan Intercontinental hótelið í Mayfair-hverfi þar sem ráðstefna á vegum eldsneytisfyrirtækja fór fram. „Heimurinn er að drukkna í jarðefnaeldsneyti. Fólk út um allan heim er að þjást og deyja úr afleiðingum loftslagsvárinnar sem þessi fyrirtæki hafa orsakað,“ sagði Thunberg þegar hún tók til máls á mótmælunum.
Loftslagsmál Bretland Svíþjóð England Tengdar fréttir Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5. júlí 2023 14:30 Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5. júlí 2023 14:30
Greta Thunberg útskrifast og hættir skólaverkfalli sínu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð. 9. júní 2023 09:39