Körfubolti

Íslandsmeistararnir snéru taflinu við gegn nýliðunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valskonur þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld.
Valskonur þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Vals þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Stjörnukonur gáfu Íslandsmeisturunum ekkert eftir og leiddu með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta. Heimakonur í Stjörnunni unnu svo annan leikhlutann með fjórum stigum og staðan var því 41-35, Stjörnunni í vil, þegar flautað var til hálfleiks.

Stjarnan hélt forskoti sínu út þriðja leikhlutann, en Valskonur snéru taflinu loksins við í fjórða og seinasta leikhlutanum. Þar skoruðu meistararnir 24 stig gegn aðeins 14 stigum Stjörnunnar og niðurstaðan varð því naumur fimm stiga sigur Vals, 71-76.

Lindsey Pulliam var stigahæst í liði Vals með 24 stig, en Karina Konstantinova kom næst með 23 stig fyrir liðið. Ísold Sævarsdóttir dró vagninn fyrir Stjörnuna og skoraði 19 stig.

Þá höfðu Njarðvíkingar betur gegn Þór Akureyri á sama tíma, 65-78. Gestirnir frá Njarðvík leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 29-33, Njarðvík í vil.

Njarðvíkingar juku forskot sitt svo til muna í þriðja leikhluta og unnu að lokum góðan 13 stiga sigur. Tynice Martin var stigahæst í liði Njarðvíkur með 20 stig, en í liði Stjörnunnar var Lore Devos atkvæðamest með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×