Gestirnir í Rhein Neckar Löwen höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og náðu fljótt þriggja marka forskoti. Heimamenn komust aðeins einu sinni yfir í fyrri hálfleik í stöðunni 8-7, en gestirnir leiddu með þremur mörkum í hálfleik, staðan 10-13.
Rhein-Neckar Löwen tók svö öll völd í upphafi síðari hálfleiks og náði mest níu marka forskoti í stöðunni 12-21. Eftir það var í raun aldrei spurning hvorum meginn sigurinn myndi enda og niðurstaðan varð sex marka sigur Löwen, 20-26.
Ými, Arnór og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru því með tvö stig eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar, en Kristianstad er án stiga. Liðin leika í A-riðli með Nantes og Benfica sem mætast síðar í kvöld.