„Þið getið tekið við þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 16:28 Að minnsta kosti 2.700 manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina síðustu daga, samkvæmt yfirvöldum þar. AP/Fatima Shbair Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana. Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þar sló hann á svipaða strengi og ráðamenn í Egyptalandi hafa gert en þeir eru reiðir yfir þrýstingi á þá um að taka á móti stórum hópum flóttamanna. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt rúmri milljón manna á norðurhluta Gasastrandarinnar að flýja til suðurs í aðdraganda væntanlegrar innrásar á svæðið. Umfangsmiklar loftárásir Ísraela hafa rústað heilu hverfunum og þúsundir eru sagðir liggja í valnum vegna þeirra. AP fréttaveitan segir minnst 2.700 Palestínumenn hafa fallið í þessum árásum, samkvæmt tölum frá Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Enn er þó talið að um 1.200 manns liggi í rústum húsa. Þá hafa Ísraelar lokað á vatn og rafmagn til Gasa og hafa stöðvað birgðaflutninga á svæðið. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja svæðið að hruni komið. Fjölmenni við landamæri Egyptalands Þúsundir hafa safnast saman við landamæri Gasa og Egyptalands, á Rafah-landamærastöðinni en það er eina slíka stöðin sem Ísraelsher stjórnar ekki. Egyptar hafa ekki viljað opna hana eftir loftárásir Ísraela í síðustu viku. Ísraelar hafa hótað frekari árásum opni Egyptar landamærin fyrir birgðaflutningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa þrýst á yfirvöld í Egyptalandi um að opna landamærin fyrir Palestínumönnum með fleiri ríkisföng en Egyptar óttast að með tímanum og með auknum átökum á Gasaströndinni aukist þrýstingurinn á þá um að opna landamærin. Egypskir erindrekar hafa sagt að þeir muni leyfa flutning neyðaraðstoðar á Gasa en ekki taka við fjölmörgum flóttamönnum. Ísraelar vilja fara þveröfuga leið. Þeir meina Egyptum að opna landamærin fyrir birgðaflutninga en vilja að fólki verði leyft að flýja til Egyptalands. Þúsundir Palestínumanna bíða við landamærin inn í Egyptaland eftir tækifærit til að fara yfir þau.AP/Fatima Shbair Ætla ekki að taka við milljón manns Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, sagði í gær að það væri ekki lausn á deilunum við botni Miðjarðarhafs að flytja Palestínumenn á brott. Þá hefur Financial Times eftir heimildarmanni (áskriftarvefur) að egypskur erindreki hafi tilkynnt evrópskum erindreka á dögunum að ef Evrópubúar vildu að Egyptar tækju á móti milljón manns, yrðu þau send til Evrópu. „Ykkur er svo annt um mannréttindi. Þið getið tekið við þeim,“ á sá að hafa sagt. Evrópski erindrekinn sagði FT að Egyptar væru mjög reiðir yfir þeim þrýstingi sem verið væri að beita þá. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fimm milljónir Palestínumanna séu flóttamenn í öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Egyptar óttast flóð flóttamanna á Sinai-skaga og það að Palestínumönnum verði aldrei hleypt aftur til Gasa, fari þau þaðan. Sinai-skagi er strjálbýlt svæði sem yfirvöld í Egyptalandi eiga erfitt með að stjórna vegna umsvifa vígahópa þar. Þeir hópar hafa átt tengsl við Gasaströndina, samkvæmt viðmælanda FT. Ráðamenn í Kaíró segja svæðið ekki ráða við mikið af flóttafólki og sérstaklega með tilliti til þess að Egyptar glíma við efnahagsvandræði þessa dagana.
Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Egyptaland Ísrael Flóttamenn Tengdar fréttir „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. 17. október 2023 10:11
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. 17. október 2023 06:31