ÍL-sjóður tapaði 13,2 milljörðum á fyrri hluta árs Árni Sæberg skrifar 17. október 2023 14:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Afkoma ÍL-sjóð á fyrstu sex mánuðum ársins var neikvæð sem nemur 13,2 milljörðum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé þann 30. júní 2023 var neikvætt um 243.916 milljónir króna samanborið við neikvætt eigið fé að fjárhæð 230.704 milljónir króna í ársbyrjun. Þetta segir í nýbirtum árshlutareikningi. Þar segir jafnframt að vaxtatekjur sjóðsins hafi numið 39.105 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 36.307 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári. Hreinar vaxtatekjur hafi aukist á milli tímabila úr -12.745 milljónum króna í -11.855 milljónir króna. Ríkissjóður gæti þurft að greiða strax á næsta ári Uppgreiðslur útlána hafi haldið áfram að dragast saman á fyrstu sex mánuðum ársins. Uppgreiðslur hafi almennt neikvæð áhrif á þróun vaxtatekna og auka endurfjárfestingaráhættu. Í áætlunum sjóðsins sé hins vegar gert ráð fyrir að uppgreiðslur séu nýttar til að greiða af skuldum og því kunni áframhaldandi samdráttur í uppgreiðslum að fela í sér þörf á að ríkissjóður endurgreiði ÍL-sjóði fyrr en ella hluta þeirra lána sem hann tók hjá sjóðnum á árunum 2020 og 2021, jafnvel strax á næsta ári. ÍL-sjóður veitti ríkissjóði lán að fjárhæð 190 milljarðar króna frá upphafi árs 2020. ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með lögum sem tóku gildi 31. desember 2019. Fjármála- og efnahagsráðherra fer nú með yfirstjórn ÍL-sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem ÍL-sjóður tók við í uppskiptingunni og er þar um að ræða útgefnar skuldir sjóðsins, eldra útlánasafn auk verðbréfa- og innlánasafns. ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. 16. júní 2023 06:43 Tuttugu lífeyrissjóðir fordæma áform Bjarna varðandi ÍL-sjóð Tuttugu lífeyrissjóðir hafa tekið sig saman og sent frá sér tilkynningu þar sem áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði eru fordæmt fortakslaust. 12. maí 2023 11:39 Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 „Skynsamlegt“ að ÍL-sjóður fái að fjárfesta í hlutabréfum og innviðum Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. 25. janúar 2023 08:25 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta segir í nýbirtum árshlutareikningi. Þar segir jafnframt að vaxtatekjur sjóðsins hafi numið 39.105 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 36.307 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári. Hreinar vaxtatekjur hafi aukist á milli tímabila úr -12.745 milljónum króna í -11.855 milljónir króna. Ríkissjóður gæti þurft að greiða strax á næsta ári Uppgreiðslur útlána hafi haldið áfram að dragast saman á fyrstu sex mánuðum ársins. Uppgreiðslur hafi almennt neikvæð áhrif á þróun vaxtatekna og auka endurfjárfestingaráhættu. Í áætlunum sjóðsins sé hins vegar gert ráð fyrir að uppgreiðslur séu nýttar til að greiða af skuldum og því kunni áframhaldandi samdráttur í uppgreiðslum að fela í sér þörf á að ríkissjóður endurgreiði ÍL-sjóði fyrr en ella hluta þeirra lána sem hann tók hjá sjóðnum á árunum 2020 og 2021, jafnvel strax á næsta ári. ÍL-sjóður veitti ríkissjóði lán að fjárhæð 190 milljarðar króna frá upphafi árs 2020. ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með lögum sem tóku gildi 31. desember 2019. Fjármála- og efnahagsráðherra fer nú með yfirstjórn ÍL-sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem ÍL-sjóður tók við í uppskiptingunni og er þar um að ræða útgefnar skuldir sjóðsins, eldra útlánasafn auk verðbréfa- og innlánasafns.
ÍL-sjóður Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. 16. júní 2023 06:43 Tuttugu lífeyrissjóðir fordæma áform Bjarna varðandi ÍL-sjóð Tuttugu lífeyrissjóðir hafa tekið sig saman og sent frá sér tilkynningu þar sem áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði eru fordæmt fortakslaust. 12. maí 2023 11:39 Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 „Skynsamlegt“ að ÍL-sjóður fái að fjárfesta í hlutabréfum og innviðum Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. 25. janúar 2023 08:25 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. 16. júní 2023 06:43
Tuttugu lífeyrissjóðir fordæma áform Bjarna varðandi ÍL-sjóð Tuttugu lífeyrissjóðir hafa tekið sig saman og sent frá sér tilkynningu þar sem áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði eru fordæmt fortakslaust. 12. maí 2023 11:39
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23
„Skynsamlegt“ að ÍL-sjóður fái að fjárfesta í hlutabréfum og innviðum Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag. 25. janúar 2023 08:25