„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 17:09 Jakub Malinowski býr í húsinu sem kviknaði í. Vísir/Vilhelm Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37