Fótbolti

Tottenham Hotspur-leikvangurinn varð fyrir töluverðu tjóni af völdum skemmdarvarga

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tottenham Hotspur-leikvangurinn varð fyrir milljóna skemmdum.  
Tottenham Hotspur-leikvangurinn varð fyrir milljóna skemmdum.   Vísir/Getty

Skemmdarverk voru unnin á Tottenham Hotspur-leikvangnum í vikunni en talið er að tjónið nemi um það bil milljón punda.

Einn hefur verið handtekinn vegna skemmdarverkanna sem eru ekki taldar sprottnar af gyðingahatri. 

Fyrst eftir að skemmdarverkin voru unnin á mánudagskvöldið síðastliðið var leitt líkum að því að verið væri að bregðast við innrás Ísraelshers á Palestínu á Gaza-ströndinni en Tottenham Hotspur hefur verið tengt við gyðingdóm í gegnum tíðina. 

Tottenham Hotspur-leikvangurinn sem kostaði 1,2 milljarða punda og tekur 63.000 í sæti var tekinn í notkun í apríl árið 2019 en leikvangurinn er sá næststærsti liðanna í deildinni á eftir Old Trafford. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×