Það sem þú þarft ekki að vita Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 14. október 2023 09:01 Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun