Shaq verður forseti og Iverson varaforseti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 09:30 Shaquille O'Neal og Allen Iverson voru ekki aðeins frábærir körfuboltamenn heldur líka miklar týpur. Getty/Ezra Shaw NBA-goðsagnirnar Shaquille O'Neal og Allen Iverson eru mættir aftur til körfuboltahluta Reebok íþróttaframleiðandans en nú sem hæstráðendur. Báðir voru styrktir af Reebok þegar þeir voru tveir af bestu körfuboltamönnum sinnar kynslóðar en nú er búið að búa til nýjar stjórnarstöður fyrir þá. Shaquille O'Neal verður forseti en Allen Iverson verður varaforseti. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) O'Neal lék í NBA-deildinni frá 1992 til 2011, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar (2000). Shaq var með 23,7 stig, 10,9 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali í NBA. Iverson lék í NBA-deildinni frá 1996 til 2011 og átti sitt besta ár þegar hann var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn 2001. Hann var með 26,7 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í NBA. Todd Krinsky, framkvæmdastjóri Reebok, byrjaði hjá fyrirtækinu árið 1992 eða sama ár og samningar náðust við O'Neal sem var þá nýliði hjá Orlando Magic. Hann lagði áherslu á að fá Shaq og Iverson aftur um borð. Shaq mun einbeita sér að tengja saman menn í NBA-heiminum og hjálpa þeim leikmönnum sem eru á samningi hjá Reebok. Hann ætlar að nota sterk sambönd sín til að byggja brýr fyrir Reebok fyrirtækið. Shaq hefur eftir feril sinn byggt upp gríðarlega stórt viðskiptaveldi. Iverson mun aftur á móti einbeita sér að framtíðarleikmönnum og sýnileika Reebok í grasrótinni. Iverson heldur meðal annars „Iverson Classic“ High School leik á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Báðir voru styrktir af Reebok þegar þeir voru tveir af bestu körfuboltamönnum sinnar kynslóðar en nú er búið að búa til nýjar stjórnarstöður fyrir þá. Shaquille O'Neal verður forseti en Allen Iverson verður varaforseti. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) O'Neal lék í NBA-deildinni frá 1992 til 2011, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar (2000). Shaq var með 23,7 stig, 10,9 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali í NBA. Iverson lék í NBA-deildinni frá 1996 til 2011 og átti sitt besta ár þegar hann var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn 2001. Hann var með 26,7 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í NBA. Todd Krinsky, framkvæmdastjóri Reebok, byrjaði hjá fyrirtækinu árið 1992 eða sama ár og samningar náðust við O'Neal sem var þá nýliði hjá Orlando Magic. Hann lagði áherslu á að fá Shaq og Iverson aftur um borð. Shaq mun einbeita sér að tengja saman menn í NBA-heiminum og hjálpa þeim leikmönnum sem eru á samningi hjá Reebok. Hann ætlar að nota sterk sambönd sín til að byggja brýr fyrir Reebok fyrirtækið. Shaq hefur eftir feril sinn byggt upp gríðarlega stórt viðskiptaveldi. Iverson mun aftur á móti einbeita sér að framtíðarleikmönnum og sýnileika Reebok í grasrótinni. Iverson heldur meðal annars „Iverson Classic“ High School leik á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network)
NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira