Fótbolti

Rooney segir Birmingham eiga heima í úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wayne Rooney ætlar að koma Birmingham aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
Wayne Rooney ætlar að koma Birmingham aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Nathan Stirk/Getty Images

Wayne Rooney, nýráðinn knattspyrnustjóri Birmingham í ensku B-deildinni, segir að liðið eigi heima í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 37 ára gamli Rooney tók við liðinu síðastliðinn miðvikudag, en hann var áður þjálfari DC United í bandarísku MLS-deildinni. Þekktastur er Rooney þó fyrir tíma sinn hjá Manchester United, þar sem hann var leikmaður frá 2004 til 2017 og vann allt sem hægt er að vinna með félaginu.

Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Birmingham í vikunni og hans fyrsti leikur með liðið verður útileikur gegn Middlesbrough í ensku B-deildinni þann 21. október næstkomandi.

„Ég vil byggja Birmingham-liðið aftur upp og koma því aftur þangað sem það á heima. Þetta er risastór klúbbur,“ sagði Rooney á blaðamannafundi í vikunni.

„Félagið hefur ekki verið á þeim stað sem ég tel það eiga að vera síðastliðinn tíu ár og nú fæ ég þá áskorun og það tækifæri að koma liðinu aftur þangað sem það á heima.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×